- Details
Mjög góð þátttaka er í Golfmóti Hestlendinga í ár.
Þó eru örfá pláss enn laus, m.a. eitt pláss fyrir einhvern stakan.
Lítilsháttar seinkun er á rástíma.
Ræst verður samtímis út af 9 teigum kl. 14:00
Því er mikilvægt að allir mæti stundvíslega kl. 13:30
til að raða fólki niður og til að allir geti komið sér tímanlega út á sinn teig.
Þáttökugjald í mótið er 1500 kr., vinsamlegast greiðið það í reiðufé.
Þeir sem ekki eru í golfklúbbnum GKB greiða auk þess flatargjald í skála.
Fjöldi gesta í matinn eftir mótið þarf að vera klár í síðasta lagi á þriðjudagskvöld.
Því eru núna allra síðustu forvöð að tilkynna þátttöku.
Stjórn GHE
- Details
- Details
Golfmót Hestlendinga 2019
Laugardaginn 31. ágúst 2019 kl. 13:00
Ræst verður samtímis af öllum teigum, svo við klárum öll á sama tíma
Fyrirkomulag:
Hjóna og Parakeppni - Texas scramble.
Leikið verður Texas Scramble - punktakeppni með forgjöf þar sem hvert par velur betri bolta eftir hvert högg og báðir einstaklingar slá næsta högg þaðan. Endurtekið þar til kúlan er í holu.
Þátttökugjald er kr. 1.500.
Kvöldverður í golfskálanum að móti loknu.
Rakel sér um „Steik og Bernes“ að hætti hússins. Verð 4.500.
Hestlendingar: Mætum vel og höfum gaman saman !
Þátttaka (ásamt forgjöf) tilkynnist sem fyrst á netföng:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gestafjöldi í mat þarf að liggja fyrir með nokkurra daga fyrirvara.
Verðlaun í mótið eru þegin með þökkum.
Stjórn GHE
- Details
Eftirfarandi eru upplýsingar frá sveitastjórn Grímsnes- og Grafningshrepps og varða okkur,
sumarhúsaeigendur.
Molta
Frá og með 10. maí býðst öllum garðeigendum í Grímsnes- og Grafningshreppi að nálgast moltu á
gámasvæðinu Seyðishólum þeim að kostnaðarlausu.
Eina sem þarf að gera er að mæta á svæðið á opnunartíma með ílát eða kerru og skóflu og ná sér í
moltu.
-Moltan er blanda af þeim lífræna úrgangi sem Gámaþjónustan safnar hjá íbúum, fyrirtækjum og
stofnunum, hrossataði og trjáúrgangi með búið er að fara í gegnum hitameðferð.
-Moltan þykir kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda annarri mold í hlutföllunum 1/3 (1 hluti
molta 2 hlutar mold) eða dreifa yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.
-Moltan er afrakstur innlendrar endurvinnslu.
Borg í sveit 1. júní 2019
Borg í sveit er hátíðardagur í sveitarfélaginu en þann dag taka fyrirtæki, bændur og einstaklingar í
sveitarfélaginu höndum saman, hafa opið hjá sér og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn.
Finna má viðburðinn á Facebook undir: Borg í sveit
Um kvöldið verða svo tónleikar í Félagsheimilinu Borg með dúettinum Hundur í Óskilum klukkan
20:30.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Losun á rotþróm
Allar rotþrær í sveitarfélaginu eru tæmdar á þriggja ára fresti.
Í ár, 2019, verður svæði 3 tæmt en það eru eftirfarandi staðir:
Norðurkotsland
Við Þingvallaveg
Grafningur
Hægt er að fara inn á vefsíðuna map.is/sudurland , skrifa heimilisfangið ykkar í gluggann uppi í vinstra
horninu þar sem stendur; leita í korti, haka í fráveita í glugganum hægra megin og þá er hægt að sjá
hvenær rotþróin hjá þér var síðast tæmd.