Starfsdagur Hests 5. júní

Árlegur starfsdagur Hests verður haldinn laugardaginn 5. júní. Mæting í Kinnhesti kl. 13:00. Meðal verkefna verða umhirða félagssvæðis í Kinnhesti, viðhald girðingar, o.fl.


F. h. stjórnar,
Halldór í Kerlingagarði

Frestun á aðalfundi 2021

Vegna viðvarandi fjöldatakmarkana frestum við aðalfundi Hests og Bunu sem við ætluðum að halda þriðjudaginn 20. apríl. Vonandi verða samkomutakmarkanir rýmkaðar á næstu vikum. Fundirnir verða auglýstir síðar.

Aðalfundur Hests og Bunu 2021

Aðalfundir Hests og Bunu verða haldnir í safnaðarheimili Seljasóknar í Reykjavík þriðjudaginn 18. maí 2021 kl. 20:00. Venjulega aðalfundarstörf. Með tilvísun til umræðu á síðasta aðalfundi um að draga úr prentun fundargagna eru væntanlegir fundarmenn beðnir að senda undirrituðum tölvupóst svo hægt sé að senda þeim rafræn fundargögn. Í tölvupóstinum þarf að koma fram númer viðkomandi lóðar og nafn eiganda auk netfangs. Þetta fyrirkomulag veitir jafnframt upplýsingar um mætingu en fundirnir eru aulýstir með fyrirvara um mögulega breytingu á fjöldatakmörkunum sem í dag miðast við 50.

F.h. félaganna

Halldór í Kerlingagarði This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðalfundur Hests og Bunu

Aðalfundur Hests og Bunu er boðaður 20. apríl kl. 20 í Seljakirkju.

Fyrirvari er vegna mögulegra samkomutakmarkana. Nánari upplýsingar um dagskrá og fundarstörf verða birtar síðar.

f.h.stjórna félaganna,
Halldór í Kerlingagarði.