Starfsdagur í Hesti 2019 - 25.maí næstkomandi
Hefðbundinn starfsdagur verður haldinn laugardaginn 25 maí. Safnast verður saman í Kinnhesti kl. 13:00 þar sem verkefnum verður skipt milli vinnuhópa.  Að starfsdegi loknum höfum við hin síðar ár kveikt í spreki sem safnast hefur á varðeldastæðinu og átt sameiginlega ánægjustund.


Verkefni: 
1.      Girðing á fjalli yfirfarin. Þetta er eitt af hefðbundnum verkefnum á vinnudegi. Vaskur hópur karlmanna hefur farið meðfram girðingunni ár hvert og styrkt hana og gert við göt. Er þess vænst að sömu aðilar haldi því áfram í ár.
2.      Kinnhestur snyrtur. Á hverju ári þarf að sinna margvíslegu viðhaldi á félagssvæði okkar í Kinnhesti. Meðal þeirra er  hreinsun gróðurs af stétt; málning og viðhald á salerni og félagsaðstöðu. Í fyrra tókum við vel ofanaf greni sem var orðið of hátt og í ár verður unnið að því að grisja og lækka asparvegginn umhverfis félagssvæðið.
3.      Snjóstikur endurnýjaðar. Margar snjóstikur hafa fallið og brotnað á síðustu ár. Fara þarf skipulega yfir allan veginn og snjóstikur endurreistar eða endurnýjaðar eftir því sem við á.
4.      Dytta að vegi. Setja möl í vegkanta og holur ( spurning um að fá viðgerðarefni) og klippa trjágróður meðfram vegi.
5.      Laga aðkomu að hliði. Setja þarf nýjar stoðir undir hestinn eða setja annað upplýsingarskilti um svæðið.
6.      Veitingar. Einhverjar veitingar verða fyrir þátttakendur og kveikt í sprekinu að lokum.

Unnið er að því sem stærra samstarfsverkefni að fá úttekt kunnugra á ástandi vegarins og tillögur um endurbætur.

 

Aðalfundur félagsins Hests og Bunu verður haldinn 5. mars 2019 kl.20.00 í Seljakirkju Hagaseli 40. 109 Reykjavík 
Vonumst til að sem flestir geti mætt.


Með kveðju,
Stjórn Hests og Bunu.

Á föstudaginn langa, 19. apríl, verður gengin hefðbundin píslarganga á Hestfjall. Gangan tekur um 3 klukkutíma. Allir velkomnir. Göngufólk safnast saman í Kinnhesti kl. 13:00.

Halldór í Kerlingagarði.

Þorrablót í Hesti 2019
21. þorrablót Hestlendinga verður haldið 19. janúar 2019

Kæru Hestlendingar!
Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið laugardaginn 19. janúar 2019, í Golfskálanum að Kiðjabergi.
Húsið opnað kl. 18.30. Flugeldum skotið upp kl. 18.45. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 19.00.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum. Verðlaun veitt fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn. Vísur um bústaðinn ykkar eru kærkomnar og eins er ykkur velkomið að flytja sögur úr Hestlandi í bundnu eða óbundnu máli.

Velkomið er að taka með sér gesti.
Þátttaka tilkynnist á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í síma 824 1705.
Verðið er 7400 krónur á mann. Vinsamlegast greiðið pantaða miða inn á reikning 0345-26-6999 kt. 600891-1389 og senda staðfestingu á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda þátttakenda. Því er brýnt að tryggja sér miða sem fyrst og greiða eigi síðar en föstudaginn 10. janúar 2019.  Því fyrr því betra!
Hvetjum við ykkur því að bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða í tíma. Við viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2019.

Bestu kveðjur,
Nefndin:

Guðlaug og Birgir í Tröð, Elsa og Skúli á Staðarhóli, Svandís og Sigurður á Hásteini og Ágústa og Magnús í Æsu.