Starfsdagur Hests 23. maí klukkan 13

Árlegur starfsdagur Hests verður haldinn laugardaginn 23. maí. Mælting í Kinnhesti kl. 13:00. Meðal verkefna verða umhirða félagssvæðis í Kinnhesti, viðhald girðingar, o.fl.

F. h. stjórnar,

Halldór í Kerlingagarði

Hreinsun rotþróa - Sumar 2020

Kæri íbúi/fasteignaeigandi. Nú styttist í hreinsun rotþróa á þínu svæði og er mikilvægt að við getum hreinsað rotþróna þína án vandræða.

Það felst í því að:

  • Hafa gott aðgengi að þrónni, gott er að vera búin að reita gróður frá stútnum ef þarf
  • Merkja stútinn með stiku eða fána ef hann sést ekki vel
  • Til þess að hægt sé að hreinsa rotþróna þarf hreinsistúturinn á rotþrónni að vera að lágmarki 110 mm

Þjónustufulltrúi seiruverkefnis

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðalfundur 2. júní klukkan 20

Aðalfundur Hests, félags lóðareigenda í Hesti, Grímsnesi, verður haldinn í safnaðarheimili Seljakirkju þriðjudaginn 2. júní kl 20.  Venjuleg aðalfundarstörf.

Fyrir hönd stjórnar,

Halldór í Kerlingagarði

Frestun á aðalfundi

Stjórn Hests Landeigendafélags, hefur tekið ákvörðun um að fresta aðalfundi félagsins um óákveðinn tíma, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.