F O L A L D I Ð

Fréttablað Hests Landeigendafélags í Grímsnesi

1.tbl. 21 árg.                                                                                  Apríl 2013

________________________www.hestland.is________________________

 

Ágætu bændur í Hesti.

Mikið er farið að vora og tré að taka við sér þó framundan sé frostakafli þegar þetta er ritað 21,04,13. Vorverkin framundan, félagskíturinn og moltan eru komin á sinn stað í Kinnhesti og eru góðgætin að sjálfsögðu til nota fyrir Hestlendinga.

 

Vinnudagur verður haldinn laugardaginn 18,05,2013 og er mæting kl 13.00 í Kinnhestinn. Í ár förum við eftir veginum og reynum að létta á gróðri sem er að stinga sér alveg í vegbrúnina víða, einnig að sópa mölinni að köntum vegarins til að verja þá. Lúpínan er að taka yfir stærra og stærra svæði í landinu og heyjum við nú baráttu til að útrýma henni af sameiginlegu svæði og frá vegköntum.   Kaffi er að loknum vinnudegi og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að líta við þó ekki sé nema í stutta stund.

 

Brunamál í sumarhúsabyggum hafa verið í fréttum í vetur og viljum við vekja fólk til umhusunar um að skoða hjá sér brunavarnir. Það má spyrja sig hvort auðvelt sé að ná í vatn úti við hús o.s.frv. og að sjálfsögðu þarf ekki að taka fram aðgátina við meðferð elds.

 

Ný og bætt heimsíða er komin í gagnið, kíkið endilega inn á hana.

 

Okkur í stjórnum Hestlands og Bunu hlakkar til að hitta ykkur á aðalfundi.