- Details
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps boðaði til fundar með forsvarsmönnum sumarhúsaeigenda í sveitarfélaginu þann 28. ágúst. s.l. um „girðingar í sumarhúsahverfum eða öllu heldur girðingaleysið og búfénað sem er ekki á réttum stað“ eins og segir í fundarboði. Tilefni fundarins var mikil óánægja sumarhúsaeigenda í Ásgarðs- og Búrfellslandi vegna lausagöngu búfjár sem valdi hefur umtalsverðu tjóni þeim sem eru að reyna að rækta upp lóðirnar sínar.
Jennetta og Jón Karl sóttu fundinn fyrir hönd stjórnar Hestlendinga. Á fundinum kom fram að girðingarmál á svæðinu eru í ólestri og deilt er um hver á að girða og hvar og hver beri ábyrgð á því að halda þeim girðingum við sem þó eru á svæðinu. Fundurinn samþykkti kröfu á sveitarstjórn um smölun í landi Ásgarðs og Búrfells með tilvísun í lög um afréttarmálefni fjallskil o.fl. Einn sumarhúsaeigenda í landi Ásgarð taldi undirtektir sveitarstjórnarmanna, sem sátu fundinn, dræmar og hefur hann í framhaldi af fundinum vísaði málinu til sýslumanns til umsagnar.
Við höfum að sjálfsögðu samúð með þeim sem eiga erfitt með að rækta löndin sín vegna ágangs búfjár og vonandi finnst lausn í góðu samstarfi sumarhúsaeigenda og sveitarfélagsins. Við eigum því láni að fagna í Hestlandinu að girðingarmál eru í góðu lagi og girðingunum viðhaldið með aðstoð björgunarsveitarinnar Tintron.
Ólafur Kristinsson, formaður stjórnar
- Details
Kæru kylfingar!
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í golfmótið á laugardaginn kemur.
Veðurstofan er að vinna í sínum málum og lítur allt út fyrir "skínandi" veður.
Þá er kokkurinn einnig farinn að ókyrrast, en hann ætlar að bjóða uppá hægeldað lamb með tilheyrandi fyrir 3700 kr per kylfing. Það þarf að mariner og gæla við þetta í smá tíma og vill hann því fá að vita í síðasta lagi nk. fimmtudag hverjir ætla sér í lambið. Annars eru það bara pulsur.
Með kveðju,
Mótanefnd
- Details
Golfmót golfklúbbs Hestlendinga var haldið þann 31/09 eins og gert hafði verið ráð fyrir. Veðurspáin var válynd og kvikfénaði víða um land gert að halda sig inni. Þetta tóku Hestlendingar að sjálfsögðu ekki til sín og uppskáru fínan dag á Kiðjabergsvelli. Mótinu lauk svo með hátíðarkvöldverði og verðlaunaafhendingu.
Klúbbmeistari 2013 er Bragi í Klettaseli og hélt þar með titlinum frá því í fyrra.
Meistari í kvennaflokki 2013 með forgjöf er Anna Rósa í Hlíð.
Meistari í karlaflokki 2013 með forgjöf 2013 er Bergur í Laut.
Fyrir hönd golfklúbbsins þakka Steindór á Bólum og Rafn á Brekku fyrir góða þátttöku og vel heppnað mót.
Athugið! Til þess að sjá fréttina í heild sinni ásamt myndum er hægt er að smella á fyrirsögn fréttarinnar hér fyrir ofan.
- Details
Golfmót Hestlendinga
Laugardaginn 31. ágúst 2013 kl. 14,00
Spilaðar eru 18 holur á Kiðjabergsvelli, verðlaun eru veitt í eftirtöldum flokkum:
• Klúbbmeistari er besta skor án forgjafar.
• Kvennaflokkur með forgjöf
• Karlaflokkur með forgjöf
• Nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 brautum.
• Hámarks forgjöf í mótinu er 36.
Gjaldgengir í golfmótið eru sumarbústaðareigendur í Hesti, foreldrar þeirra, afkomendur og tengdabörn.
Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir félaga í GKB, annars kr. 4.500.
Verðlaunaafhending og kvöldverður fyrir þá sem það kjósa að móti loknu. Nánari upplýsingar um verð og fyrirkomulag á veitingum liggja fyrir þegar nær dregur móti.
Þáttaka tilkynnist á netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi 29.08.11.
Verðlaun í mótið eru þegin með þökkum.
Stjórn GHE.