Kæru Hestlendingar.

Eftirfarandi póstur barst frá Herði Óla Guðmundssyni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.):

Sæl og blessuð öll.

Nú fer vorið að láta á sér kræla með öllu því sem því fylgir. Ég hef verið latur við að senda ykkur póst í vetur en er að bæta úr því núna.

Það er gott að fá að vita um breytingar á stjórnum sumarhúsafélaga, þannig að póstur fari á rétta aðila. Líka ef ný félög hafa verið stofnuð.

Minni á heimasíðuna www.gogg.is og endilega að senda mér póst ef þið haldið að ég geti hjálpað ykkur með eitthvað.

Hér fylgir bókun sveitastjórnar á síðasta fundi þann 2.apríl síðast liðinn.

13.Girðingar í sumarhúsahverfum.

Rætt var um ástands girðinga á ákveðnum sumarhúsasvæðum. Sveitarstjórn ítrekar að það er ekki á ábyrgð sveitarfélagsins að girða af einstök svæði. Landeigendum ber að fara að skipulagsskilmálum.

Með bestu kveðjum

Hörður Óli Guðmundsson

Fundarboð

AÐALFUNDUR

Landeigendafélagsins Hests og Vatnsveitunnar Bunu

verður haldinn fimmtudaginn

13. mars 2014 í safnaðarheimili Seljakirkju Hagaseli 40 109 Reykjavík og hefst hann kl.20:00

Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félaganna á hestland.is)

Ef eigendaskipti verða á löndum í Hestlandi, þá ber að tilkynna það á netfangið:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Athugið breyttan fundarstað

f.h. stjórna félaganna

Ólafur Kristinsson formaður

fundarboðið og skoðanakönnunin mun berast félagsmönnum í pósti.

Hér eftirfarandi er skoðanakönnun sem mun berast félagsmönnum í pósti:

Ágæti landeigandi í sumarbústaðalandi Hests

Hefur þú áhuga á hitaveitu í bústaðinn?

Stjórnarmenn í félögum sumarhúsaeigenda í landi Hests og Kiðjabergs hafa síðustu misseri orðið varir við vaxandi áhuga félagsmanna á að skoða raunverulega möguleika okkar að fá hitaveitu í bústaðina. Því var efnt til upplýsingafundar með sveitastjóranum Ingibjörgu Harðardóttur og Berki Brynjarssyni verkfræðingi.

Ljóst er að nægilegt heitt vatn er til staðar í leiðslu sem endar við Hraunborgir.

Sveitafélagið þarf hins vegar að tryggja áður en farið er út í framkvæmdirnar að ákveðinn lágmarks fjöldi ætli sér að taka inn hitaveitu þannig að kostnaðarhliðin sé tryggð.

Kostnaður

Stofngjald; Til þess að fá hitaveitu að lóðarmörkum þarf að greiða fyrirfram stofngjald sem er samkvæmt gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 1192/2013 kr. 560.572 +7% virðisaukaskatt.

Heimtaug; Húseigendur sjá sjálfir um heimtaug og framkvæmdir innanhúss, en sveitafélagið tekur að sér lagningu heimtaugar ef farið er fram á það fyrir 4.188 kr. +7% virðisaukaskatt á hvern lengdarmetra. Meðalkostnaður við heimtaug og búnað í húsi gæti verið um 900.000 kr.

Þá er eftir kostnaður við lagnir innanhúss og ofna sem er misjafnt frá einu húsi til annars þar sem sumir bústaðir eru nánast tilbúnir meðan aðrir eru einungis með rafmagnsofna.

Heildarkostnaður við framkvæmdina gæti því numið 2-2,5 milljónum króna.

Verðskrá

Félagsmönnum er bent á að kynna sér gjaldskrá hitaveitu Grímsnes-og Grafningshrepps, en þar kemur fram að lágmarksstilling er 3 l/mín fyrir sumarbústaði og er gjaldið fyrir hvern mínútulítra 2.202 kr. Þetta magn fer að sögn kunnugra langt með að sjá meðalbústað fyrir hita. Við það bætist hemlagjald 1.050. Kostnaður miðað við þetta er því 7.656+7% kr./mán.

Skoðanakönnun

Stjórnir félaganna fara þess á leit við hin almenna félagsmann að hann kynni sér þetta mál með það fyrir augum að taka í kjölfarið ábyrga afstöðu hvort hann hafi áhuga á að fá hitaveitu að lóðamörkum sínum. Hér er einungis um skoðanakönnun að ræða og svar við þessari könnun er því ekki skuldbindandi fyrir einstaka félagsmenn eða stjórnir félaganna.

Bréfi þessu fylgir eyðublað sem lóðaeigendur eru beðnir að fylla út og senda til stjórnar landeigenda í Hesti fyrir 28. febrúar n.k.




Föstudaginn langa verður hin árlega píslarganga á Hestfjall.

Mæting kl. 13:00 í Kinnhesti.

Sameinast verður í bíla og ekið á upphafsreit göngunnar. Göngutími er áætlaður um 3 tímar. Mætið vel búin og í góðum gönguskóm. Gott er að hafa með sér stafi.

Sjáumst heil í Kinnhesti á föstudaginn langa kl. 13:00.

Halldór í Kerlingagarði

Til ykkar Hestlendinga og gesti sem ætla að skunda á Þorrablót Hestlendinga laugardaginn 11. janúar þá er búið að sjá til þess að vegurinn verður sandborinn frá Golfskálanum og þar í kring og svo alveg niður í Hestlandið.

Kveðja

Þorrablótsnefndin.