- Details
Gleðilegt ár kæru Hestlendingar.
Ákveðið hefur verið að framlengja frestinn til að skrá sig á Þorrablótið 11.janúar nk. til sunnudagsins 5.janúar. Eftir þann tíma verður lokað fyrir skráningu. Gengið verður frá pöntun á matnum nk. mánudag. Um 60 manns hafa þegar skráð sig.
Bestu kveðjur f.h. nefndarinnar,
Ingibjörg
- Details
Kæru Hestlendingar.
Þá er komið að hinu árlega þorrablóti sem verður haldið að venju aðra helgina í janúar, nánar tiltekið laugardaginn 11.janúar 2014 í Golfskálanum Kiðjabergi. Hátíðin hefst kl. 19.00
Dagskrá verður að mestu með hefðbundnum hætti, konur prýða sig með höttum og karlar með slaufum. Verðlaun fyrir frumlegustu/flottustu slaufuna og hattinn.
Vísur um bústaðinn ykkur kærkomnar, eins er ykkur velkomið að flytja sögur úr Hestlandi, í bundnu eða óbundnu máli. Vísur og sögur skulu sendast á neffangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Dregið verður úr þeim og verðlaun veitt.
Ef einhverjir eru tilbúnir til að gefa verðlaun vegna ofangreinds, þá væru þau vel þegið, sérstaklega heimaunnin handverk og hönnun. Vinsamlegast sendið netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Innkaup þarf að áætla miðað við fjölda gesta, því er brýnt að staðfesta þátttöku sem fyrst og greiða eigi síðar en föstudaginn 3.janúar nk. Þátttaka tilkynnist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., því fyrr því betra.
Miðaverð er 5000 kr velkomið að taka með sér gesti.
Bankaupplýsingar verða sendar út í næstu viku.
Ef einhver lumar á skemmtilegum sögum eða ábendingum varðandi annálinn, þá væri frábært að fá slík innlegg send til: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Í fyrra seldust upp allir miðar, við hvetjum ykkur því til bregðast fljótt við og tryggja ykkur miða í tíma. Viljum endilega fá ykkur sem flest á þorrablót 2014
Bestu kveðjur,
Nefndin
Ingibjörg, (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) Þorleifur (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Hrafnhildur, (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) Ottó (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Vilborg, (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) Hafþór (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Guðbjörg, (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) Skúli (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
- Details
Skráning stendur nú yfir á Þorrablót Hestlendinga sem haldið verður þann 11. janúar nk. Vinsamlegast greiðið eigi síðar en 3.janúar svo áætla megi innkaup út frá fjölda gesta. Miðaverð 5000 kr. pr mann. Reikningsnúmerið er 0701-05-303450 og kt.130748-2879, staðfesting vegna greiðslu sendist á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Með bestu jóla- og nýársóskum
Þorrablótsnefndin
- Details
Á næstunni verða framkvæmdar endurbætur á veginum sem oft er kallaður Gata og liggur frá þeim stað sem Gíslastaðavegur liggur uppá Hestfjall (Austurstíg) til austurs undir brúnum fjallsins að lóðum húsa nr. 71 - 89. Endurbæturnar felast í ofaníburði og hafa í för með sér nokkra keyrslu malarflutningabíla. Beðist er velvirðingar á því raski sem þessi umferð kann að valda.
Kveðja,
Halldór í Kerlingagarði.