- Details
Ágæti félagi.
Hér með er formlega boðað til kynningarfundar um hitaveitumál á svæði félaganna í Hesti og Kiðjabergi. Fundurinn verður haldinn n.k. mánudag 17. nóvember kl 20:00 í safnaðarheimili Seljakirkju, Hagaseli 40, Reykjavík. Til fundarins er boðað í framhaldi af dreifibréfi sem sent var félagsmönnum þann 15. október s.l.
Eins og þar kom fram hefur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ákveðið að farið verði í framkvæmdir við lagningu hitaveitu á svæðin fáist sú lágmarksþátttaka sem könnun um áhuga félagsmanna gaf til kynna. Á fundinn munu mæta fulltrúar veitustjórnar hitaveitu sveitarfélagsins, Börkur Brynjarsson, veitustjóri og Birgir Leó, formaður veitustjórnar. Þeir munu kynna væntanlegar framkvæmdir og svara fyrirspurnum fundarmanna. Jafnframt mun Guðmar Sigurðsson, pípulagningarmeistari, veita félagsmönnum ýmsar hagnýtar upplýsingar um inntak hitaveitu í hús við breytilegar aðstæður.
Við hvetjum þig til þess að kynna þér eftirfarandi efni á heimasíðu sveitarfélagsins:
1. gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps http://www.gogg.is/wp-content/uploads/2006/08/Gjaldskr%C3%A1-Hitaveitu1192.2013.pdf
2. reglugerð um hitaveitu http://www.gogg.is/stjornsysla/reglur-og-samthykktir/reglugerd-um-hitaveitu-2/
Einnig má vekja athygli á eftirfarandi sem fram hefur komið á fundum með veitustjóra:
1. Gert er ráð fyrir að notendur hitaveitunnar ver ðiað lágmarki um 120
2. Gert er ráð fyrir tveggja ára framkvæmdatíma og er áætlað að verkið geti hafist árið 2015
3. Hugmyndin er að leggja í skurðinn ídráttarrör fyrir ljósleiðara
4. Til greina kemur að hitaveitan útvegi efni að húsi til þess að tryggja fullnægjandi efnisval. Lögn að húsi verði 20 mm. að sverleika
5. Gert er ráð fyrir að hver notandi sjái um „púkk“ fyrir affallsvatn
6. Gjaldskrá Hitaveitunnar er tekin til endurákvörðunar um hver áramót og mun því einhver hækkun verða um næstu áramót sem tekur mið af verðlagshækkunum og mögulegri breytingu á virðisaukaskatti.
7. Hver lóðareigandi sem ákveður að taka inn hitaveitu verður að greiða helming stofngjalds við staðfestingu. Gert er svo ráð fyrir 25% þegar framkvæmdir hefjast og 25% við lok þeirra
Veitustjórn mun veita nánari upplýsingar á fundinum um fyrirkomulag umsóknar um þátttöku í hitaveitu.
Með ósk um góða fundarsókn.
f.h. stjórnar sumarhúsaeigenda í Hestlandi
Ólafur Kristinsson
f.h. stjórnar sumarhúsaeigenda í Kiðjabergi
Jens Helgason
- Details
- Details
Ágætu Hestlendingar
Þann 15. október s.l. var sendur dreifipóstur með upplýsingum um stöðu hitaveitumála.
Þar kom fram að fyrirhugað er að halda almennan félagsfund um málið mánudaginn 17. nóvember n.k. kl 20:00 í safnaðarsal Seljakirkju.
Með bréfi þessu minnum við á þennan fund og vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Á þennan fund munu koma fulltrúar frá sveitarstjórn og þar mun ráðast hvort nægur fjöldi fæst til þess að taka bindandi ákvörðun um að taka inn hitaveitu svo ráðist verði í framkvæmdir.
Við munum í næstu viku senda einhver gögn sem gott væri að kynna sér fyrir fundinn.
Kær kveðja,
f.h. stjórnar
Ólafur Kristinsson
- Details
Árlegt golfmót Golfklúbbs Hestlendinga var haldið í blíðskaparveðri sunnudaginn 7/9/2014. og tókst það með ágætum.
Illa hafði viðrað helgina áður þegar mótið hafði upphaflega verið á dagskrá, þannig að því var frestað um viku.
Ekki blés heldur byrlega framan af mótsdegi, rigning og rok.
Harðsnúið lið hestlendinga var mætt á teig í slagviðri kl. 13.00. Belgingur hafði lofað uppstyttu og gekk það eftir þrem holum seinna og fengu þátttakendur sannarlega að upplifa að þeir fiska sem róa.
Að loknum leik og verðlaunaafhendingu var sest að veisluborði staðarhaldarans, sem bauð uppá hægeldað lamb með tilheyrandi meðlæti.
Nokkur umræða var um fyrirkomulag mótsins og finnst sumum að gaman væri að leika Texas scramble einhvern tíma miðsumars og halda aðalmótið ekki seinna en í lok ágústmánaðar. Stjórnin mun taka þetta til gaumgæfilegrar athugunar og vonast eftir frekari ábendingum.
Úrslit mótsins 2014 eru eftirfarandi;
Klúbbmeistari í ár er Bragi Jónsson
1. sæti kvenna með forgjöf, Gunnlaug Thorarensen
2. sæti kvenna með forgjöf, Inga Jóna Jósdóttir
3. sæti kvenna með forgjöf, Anna Ögmundsdóttir
1. sæti karla með forgjöf, Rafn A. Ragnarsson
2. sæti karla með forgjöf, Ófeigur Geirmundsson
3. sæti karla með forgjöf, Bergur Jónsson